Skilmálar
Almennt ákvæði
Með því að bóka tíma hjá Saunagus Reykjanes samþykkir þú eftirfarandi skilmála.
Greiðslur og bókanir
Bókanir í bæði leidda og opna tíma fara fram í gegnum bókunarsíðu okkar. Hópabókanir eru bókaðar með tölvupósti.
Öllum staðfestum bókunum fylgir staðfestingarpóstur.
Öll gjöld eru í íslenskum krónum (ISK).
Afbókanir
Saungus Reykjanes áskilur sér rétt til að fella niður tíma ef nauðsyn krefur t.a.m vegna veðurs eða ef ekki næst lágmarksþátttaka í tíma. Ef slíkar aðstæður koma upp eru viðskiptavinir upplýstir með tölvupósti.
Ábyrgð og öryggi
Saunagus Reykjanes ber ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum sem kunna að verða á einstaklingum á meðan á tíma stendur.
Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á að fylgja öryggisleiðbeiningum og að hafa kynnt sér öryggismyndband Saunagus Reykjanes fyrir tímann. Eigin líðan og heilsa eru á ábyrgð hvers og eins.
Saunagus Reykjanes ber ekki ábyrgð á persónulegum munum sem kunna að týnast eða gleymast í Saunagus. Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum.
Breytingar á skilmálum
Saunagus Reykjanes áskilur sér rétt til að breyta skilmálum sínum hvenær sem er.
Uppfærðir skilmálar verða birtir á heimasíðu okkur: www.saunagusreykjanes.com
Lagaákvæði
Komist ekki að samkomulagi um ágreining sem kann að koma upp vegna þessara skilmála skal leita til dómstóla á Íslandi, og skulu íslensk lög gilda.